Sinadráttur


Sinadráttur einkum að næturlagi plagar marga.
Nýleg samantekt á nokkrum litlum rannsóknum sýndi að kínín fækkaði köstum en dró ekki úr alvarleik eða lengd hvers kasts.
Þar sem kínín er alls ekki saklaust lyf, og rannsóknir á gagnsemi þess misvísandi, ráðleggjum við eftirfarandi:


Fyrsta meðferð:

Meðferð án lyfja til dæmis nudd á kálfa fyrir svefn en þó fyrst og fremst teygjur fyrir kálfavöðva og reyna að ganga og spyrna á móti þegar sinadráttur kemur.

Önnur meðferð:

Kínín 100 til 300mg á dag. Tekið í einum skammti að kvöldi.

Aukaverkanir:
Kínín er náskylt kínídín sem notað er við hjartsláttartruflunum. Bæði lyfin geta valdið hjartsláttartruflunum og bæði geta valdið verulegri hækkun á blóðþéttni digoxín. Kínín er mjög hættulegt í ofskammti. Önnur hættuleg aukaverkun er blóðflögufæð með marblettum og lýst hefur verið dauðsföllum vegna heilablæðingar. Alls ekki má gefa kínín á meðgöngu.


Heimildir
  1. British National Formulary september 1995 pp 272,415.
  2. Australian Adverse Drug Reactions Bulletin, December 1988.
  3. Conolly PS, Shirley AE, Wasson JH et al: Treatment of nocturnal leg cramps: a crossover trial of quinine vs. vitamin E. Arch Intern Med 1992;152:1877-1880
  4. Fung MC, Holbrook JH: Placebo-controlled trial of quinidine therapy for nocturnal lega cramps. West J Med 1989;151:42-44
    Man-Son-Hing M, Wells G. Meta-analysis of efficacy of quinine for treatment of nocturnal leg cramps in elderly people.
    BMJ 1995 310: 13-7.
  5. McGee SR. Muscle cramps. Arch Int Med 1990;150:511-518.